Skipulag næstu vikna

Næstu vikur munum við leggja áherslu á grunnþolið. Það þýðir að hlaupin eiga að vera róleg á lágum púls. Við sleppum intervali næstu tvær vikur og að því loknu förum við að hlaupa meira fartlek líkt og síðasta haust. Einnig munum við ci. 1-2 í mánuði taka brekkuspretti í Setberginu.

Annars er frábært að sjá hversu góð mætingin hefur verið undanfarið og er sérstaklega ánægjulegt að heyra hversu margir stefna á keppni í hálfu eða heilu maraþoni að ári. Eru félagar farnir að ræða næstu utanferð : )

Um næstu helgi fer fram haustþon FM og munu nokkrir félagar keppa. Það væri gaman að sjá félaga hvetja sína liðsmenn áfram.

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.