
Við látum veðrið ekkert á okkur fá og höldum áfram að æfa á fullu !
Næsta hlaupaæfing er á þriðjudaginn kl.17:30 og munið að núna er hist inni í Krikanum, n.t.t. við stigann.
Svo er fyrsta Powerade-ið 9.okt fyrir ykkur ofurhugana sem ætlið að slást við snjóinn á Powerade-fimmtudögum í vetur.
Þið sem ekki þekkið Powerade-hlaupin endilega kynnið ykkur fyrirkomulagið á hlaup.is en samanlögð stig yfir allan veturinn gilda þegar sigurvegari er kynntur í enda tímabilsins þ.a. það er ekkert verra að byrja strax og vera með í öllum hlaupunum í vetur ;o)
Við Ásta höldum áfram að æfa og mynnum líka á sundæfingar á mánudögum sem eru í Ásvallalaug.
FH !