Vetrarstarfið

Um leið og við óskum Berlínarförunum til hamingju með frækilegt hlaup minnum við á nú er EKKI rétti tíminn til að leggjast upp í sófa með tærnar upp í loft. Ný sjóðheit hlaupaáætlun er u.þ.b. að detta í hús frá þríeykinu Pétri, Ingólfi og Hrönn en í vetur verður boðið upp á spretti og brekkuspretti til skiptis á þriðjudögum ásamt styrktaræfingum (fram að áramótum), hefðbundið tempóhlaup á fimmtudögum og langt á laugardögum. Einnig er minnum við líka á að nú mætum við inni í Kaplakrika.

Það er síðan margt skemmtilegt framundan, fyrsta Powerade hlaupið verður í næstu viku, 9. október, síðan 13. nóvember og 11. desember og Bleika hlaupið verður í október en allt um það síðar.

Sjáumst í hlaupaskónum

Ásta og Þórdís

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.