Landvættir

Þau Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir, Finnur Sveinsson og Sveinbjörn Sigurðsson luku stórum áfanga í gær þegar þau hlutu titilinn Landvættur eða öllu heldur Landvættir þegar þau luku 4 af 4 þrautum með því að hlaupa 32,7 km í Jökulsárhlaupinu.
Þar á undan voru þau búin með 50 km skíðagöngu, Fossavatnsgönguna, Urriðasundið 2,5 km og 60 km Blálónsþrautina (hjólreiðar). Rúmlega 145 km ef fréttaritara reiknast rétt.
Við í hlaupahópnum óskum þeim innilega til hamingju með þetta afrek og hlökkum til að fara að sjá meira af þeim á ný á hlaupaæfingum ;o)

Landvaettir

Nánar um Landvættina: http://www.landvaettur.is/

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.