Jæja nú er einungis 3 dagar, 22 klst. og 15 mín. í brottför og ekki laust við að komin sé spenna í hópinn. Æfingar vikunnar verða því í léttari kantinum:

Nú eru skráðir 335 manns í Jökulsárhlaupið og stefnir i met, þar af eru um 60 FH ingar. Stefnt er að fara af stað á föstudeginum 8. ág kl. 13.00 frá Kaplakrika. Mætið tímanlega. Búið er að panta súpu og salat á leiðinni. Nánari tímasetningar og plan kemur í vikunni ef þið hafið eh spurningar þá hafið þá endilega samband við Svenna.
Tekið af vef Jökulsárhlaupsins:
Á hlaupadaginn þurfa þátttakendur að mæta í Gljúfrastofu, gestastofu þjóðgarðsins í mynni Ásbyrgis, til að fá hlaupanúmer. Tímasetning mætingar er mismunandi eftir hlaupavegalengd
Hlauparar eru vinsamlegast beðnir að virða tímamörkin og vera mættir tímanlega. Hægt er að skipta um föt á salernum í kjallara Gljúfrastofu.
Hér er tímaáætlun fyrir mætingu, brottför og upphaf hlaupa:
Hlaupaleið Mæting í Gljúfrastofu Brottför rútu Hlaupið byrjar kl.
Dettifoss – Ásbyrgi 08:30 09.30 11.00
Hólmatungur – Ásbyrgi 09.30 10.30 12.30
Hljóðaklettar – Ásbyrgi 11.00 12.30 13.30
Farið er á rútum að rásmarki á stöðunum þremur (Dettifoss, Hólmatungur, Hljóðaklettar). Aðstæður við rásmark eru mismunandi en gert er ráð fyrir að eftir rútuferðina hafi hlauparar einhverja stund (10-20 mín.) til að liðka sig fyrir hlaupið. Engin búningsaðstaða er við rásmörk og þar eru ekki vatnssalerni, aðeins þurrsalerni.
Þátttakendur geta skilið eftir merkta poka með hlífðarfötum oþh. í rútunni og nálgast þá við markið í Ásbyrgi að hlaupi loknu. Ekki er tekin ábyrgð á verðmætum í þessum pokum.
Hlauparar eru vinsamlegast beðnir um að fara ekki á einkabílum að rásmarki. Bílastæðin á hverjum stað eru ekki stór og nauðsynlegt er að rúturnar sem flytja hlaupara geti komist greiðlega til og frá rásmarki.
Hérna er síðan kort af hlaupaleiðinni: 
Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu hlaupsins: http://www.jokulsarhlaup.is/
Þetta verður eitthvað!