Vel heppnuð lokahátíð hlaupaseríunnar

Síðastliðinn föstudag var haldin lokahátíð hlaupaseríu Atlantsolíu og FH. Var mjög góð mæting og fóru margir úr okkar hópi heim með verðlaun fyrir samanlagðan árangur í hlaupunum þremur. Einnig var fjöldi glæsilegra útdráttarverðlauna í boði sem nokkrir félagar í hópnum hrepptu. Úrslitin í stigakeppninni er að finna hér inn á síðunni (undir úrslit). Myndir úr lokahlaupinu verða settar inn í vikunni.

Ný æfingaáætlun er komin inn á vefinn og vonumst við núna eftir því að veðráttan verði okkur hliðhollari en síðustu vikur. Með hækkandi sól fer félögum að fjölga á æfingum en mjög góð mæting var í liðinni viku.  Fjölmörg keppnishlaup eru framundan og er gott að prufa að keppa og setja sér markmið fyrir sumarið, t.d. ætti Afmælishlaup Hauka að henta flestum en þar er boðið upp á 3km án tímatöku og 8km með tímatöku.

sjáumst á næstu æfingu

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.