VIKA 2

2013 er gengið í garð með öllum sínum fyrirheitum og væntingum.  Þá er gott að setja sér hlaupamarkmið sem geta verið á marga vegu.

  • Hlaupa lengra en í fyrra
  • Taka þatt í fleiri keppnum
  • Hlaupa fyrsta 10 km. keppnishlaupið
  • Taka þátt í hálfu þoni í fyrsta sinn
  • Hlaupa Laugaveginn
  • Hlaupa heilt maraþon
  • Bæta tíma sína ákveðnum vegalengdum
  • Vera duglegri að mæta á æfingar
  • Létta sig – þá ganga hlaupin betur

Þannig er hægt að halda nánast endalaust áfram en málið er að setja sér raunhæf markmið sem þó eru krefjandi og standa við þau 🙂

Þetta ár verður viðburðaríkt hjá okkur í hlaupahópi FH.  Stefnan er sett á frábæra hlaupahelgi í Amsterdam í október.  Töluverður fjöldi hefur skráð sig og fleiri koma væntanlega til með að bætast við á næstunni.  Minni á Fésbókasíðu Amsterdamfara og upplýsingasíðuna hér á heimasíðunni okkar.  Eins verða fullt af hlaupum í boði sem gaman verður að taka þátt í.

Í fjórða skiptið stendur hlaup.is fyrir vali á langhlaupara ársins.  Við eigum okkar fulltrúa í þessum glæsta hópi því Friðleifur Friðleifsson er tilnefndur.  Hægt er að sjá meira um þetta hér og um að gera að taka þátt í kosningunni.

Það þurfti að loka fyrir kommentakerfið hér á síðunni vegna mikils ágangs af fjölpóstum og öðurm óáran.  Við notum bara fésbókina til samskipta.

Æfingaplanið er komið í fastar skorður og veðurspá næstu viku er ljómandi fyrir okkur hlaupara, það er að minnsta kosti ekki snjókoma í kortunum þessa viku.

KOMASO

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.