Ef veðurspáin gengur eftir verður fínasta hlaupafæri hjá okkur á Stór-Hafnarfjarðarsvæðinu næstu viku. Að minnsta kosti er ekki mikið um snjókomu í kortunum.
Á þessum árstíma er ekki mikið um keppnir, en Powerade vetrarhlaupin eru í fullum gangi og næsta keppni er 13. desember nk. Um þar næstu helgi fer fram Kaldárhlaupið, félagar hafa verið duglegir að taka þátt í því.
Þetta verður ljómandi hlaupavika. KOMASO!