Í gær keypti ég dekk undir bílinn minn sem er jeppi með einkanúmerið ÆR&KÝR. Þau gömlu eru ekin 80þús km og enn eru eftir 5-8mm af mynstri svo að ég get örugglega ekið um 20þús km til viðbótar. En það er öruggara að vera á betra munstri í vetur og því voru ný dekk keypt, sömu gerðar og þau gömlu. Nýju dekkin kostuðu 260þús kr með afslætti, undirkomin, jafnvægisstillt og með nýjum ventlum. M.v. aksturinn sem kominn er á gömlu dekkin þá kostar hver ekinn km 3,25kr og ef ég klára dekkin upp í 100þús km þá leggst hver km á 2,6kr.
Ég keypti mér líka nýja hlaupaskó í gær. Það tók mun lengri tíma að velja skó heldur en dekkin undir bílinn, enda úrvalið mikið. Nema hvað skórnir kostuðu með afslætti kr 26þús, reimaðir og tilbúnir á stígana. Ég get vænst þess að skórnir endist ca 800km fyrir hlaupin og síðan kannski 200km í eitthvað annað eins og t.d. málningarvinnu. Þá kostar hver hlaupinn km í skóm 32,5kr. og miðað við heildarnotkun er hver kílómetri kominn niður í 26kr. Í báðum tilvikum þá eru skórnir 10x dýrari en dekkin finu!! Ef ég svo tek mið af því að dekkin eru fjögur en skórnir einungis tveir þá er samanburðurinn enn óhagstæðari.
Er þetta ekki eitthvað fyrir HHHF (Hagsmunafélag Hlaupara í HafnarFirði) að henda sér í og berjast fyrir ??. Ekki endilega að skórnir séu of dýrir heldur því að skórnir skuli framleiddir og gæðavottaðir fyrir 10 sinnum meiri endingu.(á sama verði).
—————-
Æfing í kvöld – KOMASO