Félagakynning

Þá höldum við áfram að kynnast félögum okkar.  Siggi stefnir á að hanga í pilsfaldi Arnar.  Nú viljum við hin fá að sjá Eldinguna hlaupa í pilsi.

Nafn: Sigurður Ísólfsson

Í hvaða bæjarfélagi býrðu: Alinn upp í Hafnarfirði og hefbúið þar undanfarin 13 ár.

Hvenær hófst þú æfingar með HHFH: Byrjaði í hlaupahópnum í lok febrúar 2012.

Stundar þú aðra hreyfingu en hlaup: Hjóla, syndi og fer í ræktina reglulega. Markmiðið er að gera eitthvað á hverjum degi.

Á hvernig skóm hleypur þú: Asics.

Hlustar þú á tónlist þegar þú hleypur og þá hvernig tónlist: Gerði það aðeins til að byrja með, en er svotil hættur því upp á síðkastið.

Skráir þú hreyfingu þína á hlaup.com: Hef skráð alla hreyfingu síðan ég byrjaði af alvöru.

Hver eru hlaupamarkmið þín: Að hlaupa 10km undir 49 mínútum. Fyrir utan það er aðalmarkmiðið að hanga í pilsfaldinum á Erni á æfingum.

Hvers vegna HHFH: Er rótgróinn FH-ingur, annað því ekki í boði.

Hvað færð þú þér að borða fyrir æfingu: Jógúrt og banana fyrir morgunæfingu, annars er það misjafnt, stundum ekkert, stundum banana eða e-h snarl, engin sérstök regla á því.

Og svo að lokum.  Áttu þér önnur áhugamál fyrir utan hlaupin: Er mikill stuðningsmaður FH í 5 flokki í handbolta og fótbolta þar sem yngsta dóttir mín spilar. Hef einnig fylgt eldri stelpunum mínum í þeirra tónlistariðkun. Reyni að fikta aðeins við Golf og Veiði. Stefni á að fara í nokkrar fjallgöngur í sumar.

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Félagakynning. Bókamerkja beinan tengil.