VIKA 26

Fjölmargir félagar hlaupahópsins tóku þátt í  Miðnæturhlaupinu sem fram fór sl. fimmtudagskvöld.  Það var fínasta stemning og veðrið var eins og best gat orðið.

Á fésbókarsíðu okkar er hægt að skoða myndir sem teknar voru þá um kvöldið.

Úrslitin er hægt að sjá hér.

Félagi okkar, Friðleifur Friðleifsson, er á fullu þessa dagana í gær tók hann þátt og sigraðið Mt. Esja Ultra V (5 ferðir) 2012 á tímanum 4:07:23.  Við óskum honum til hamingju með frábæran árangur.

Nú er jakkasendingin komin til landsins en því miður kom enginn kvk jakki í þeirri týpu sem við vorum með sýnishornið af.

Við fengum senda nýja týpu sem við viljum að allar konur máti áður en jakkarnir fara í merkingu.

Á næstu þriðjudagsæfingu, 26. júní n.k verður mátun fyrir æfingu. Gott að mæta tímanlega.

Við hörmum að sjálfsögðu þessa töf sem þetta mun valda en vonum jafnframt að nýja týpan njóti vinsælda og allir verði sáttir að lokum.

Karlajakkarnir fóru í merkingu fyrir helgi.

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.