Næring, afslættir og Hamarshlaupið

Fríða Rún Þórðardóttir og Steinar B. Aðalbjörnsson hafa sent frá sér rit um næringu fyrir hlaupara.  Ritið fjallar um þætti sem skipta hlaupara máli, allt frá vatnsbúskap líkamans til fæðubótarefna sem geta hjálpað hlaupurum.

Í bókinni er meðal annars að finna leiðbeiningar um næringu á undirbúningstíma, fyrir keppnishlaup, næringu í hlaupinu sjálfu og eftir hlaupið. Allt leiðbeiningar sem ættu að reynast okkur hlaupurum vel og draga úr hættu á álagseinkennum og þreytu.

Frekari upplýsingar má finna á fésbókinni og þar er hægt að sjá hvar ritið fæst.

Sveinn K. Baldursson kom með þá hugmynd að þau sem ætla að taka þátt í Hamarshlaupinu n.k. sunnudag sameinist í bíla.  Því er kjörið að þau sem ætla að taka þátt tali sig saman á æfingunni á morgun.

Félagar Hlaupahóps FH njóta afsláttar hjá TRI, Suðurlandsbraut.  ATLAS – göngugreiningu, Laugardal og EAS, Garðabæ.  Það á að vera nóg fyrir félagsmenn að láta vita að þeir séu í Hlaupahópi FH, búðirnar eiga að vera með lista yfir félagsmenn.

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.