VIKA 18

Guðni mætti með myndavélina á laugardagsæfinguna til að mynda hlaupafélagana fá afhenta nýju jakkana.  Hér má sjá þau Stein, Ebbu og Maríu Kristínu, æst í að komast af stað.  Á facebook má sjá fleiri myndir.

Hlaupadagbókin, hlaup.com, er opin öllum sem vilja skrá æfingar sínar.  Þar er hægt að velja milli ýmissa íþróttagreina svo sem hlaup, sund o. fl.

Hér eru góðar leiðbeiningar um notkun Hlaupadagbókarinnar, félagar eru hvattir til að nota þetta frábæra tæki, hlaup.com .

Heyrst hefur að beinhimnubólga hafi látið á sér kræla meðal félaga. Annað eins kemur nú fyrir á bestu bæjum.  Á heimasíðu Afls – sjúkraþjálfunnar, má finna fróðleik um beinhimnubólgu.  Gott er að vita hvað veldur.

Ný æfingaáætlun er hægt að nálgast hér.  Við tökum daginn snemma 1. maí, sprettir og stuð.

Mörg keppnishlaup eru í boði næstu vikurnar og hvetja þjálfarar sem flesta til að taka þátt og fá þannig viðmiðunartíma í upphafi keppnistímabilsins.

KOMASO

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.