Fyrsta keppnishlaupið í hlaupaseríu Atlantsolíu og FH

Fimmtudaginn 26. jan fór fram fyrsta keppnishlaupið í hlaupaseríu Atlantsolíu og FH. Útlit var fyrir brjálað veður en úr rættist og var veður stillt en kalt. Hlaupaleiðin var erfið yfirferðar þrátt fyrir að búið væri að skafa leiðina en við svona hlutum er að búast þegar við búum á Íslandi. Samtals tóku þátt 95 hlauparar, þ.a. 65 karlar og 30 konur.

Í karlaflokki sigraði Hákon Hrafn Sigurðsson, 3SH á tímanum 18,48 mín. og í kvennaflokki sigraði Arndís Ýr Hafþórsdóttir, Fjölni, á tímanum 20,40 mín. en hún sigraði í stigakeppni seríunnar síðasta vetur og greinilegt að hún kann vel við sig að hlaupa í Hafnarfirði. Heildarúrslit má finna undir Úrslit hér á síðunni. Þess má geta að við röðun í aldursflokka ræður fæðingarár en ekki afmælisdagur á árinu.

Hlauphaldarar vilja þakka öllum fyrir sem mættu og sjáumst hress í næsta hlaupi.

Fyrstu 10 karlar voru:

Tími mín Nafn Félag/Hlaupahópur Flokkur
18,48 Hákon Hrafn Sigurðsson 3SH 30-39 ára
18,51 Friðleifur Friðleifsson HHFH 40-49 ára
19,19 Stefán Guðmundsson Team Craft / 3SH 15-29 ára
19,25 Ívar Jósafatsson Árbæjarskokk 50-59 ára
19,44 Ragnar Bjarkan Pálsson ÍR 40-49 ára
19,50 Bjartmar Birgisson ÍR 40-49 ára
19,54 Sigurþór Einar Halldórsson HHFH 30-39 ára
19,57 Rúnar Örn Ágústsson Ægir3þraut 15-29 ára
20,11 Sigurjón Ernir Sturluson Bootcamp Akranes 15-29 ára
20,20 Björn Traustason HHFH 40-49 ára

Fyrstu 10 konur voru:

Tími mín Nafn Félag/Hlaupahópur Flokkur
20,40 Arndís Ýr Hafþórsdóttir Fjölnir 15-29 ára
22,16 Ebba Særún Brynjarsdóttir HHFH 30-39 ára
23,30 Helga Guðný Elíasdóttir Fjölnir 15-29 ára
24,36 Þórdís Jóna Hrafnkellsdóttir HHFH 40-49 ára
25,13 Halla Björg Þorhallsdóttir Laugaskokk 30-39 ára
25,34 Þorbjörg Ósk Pétursdóttir HHFH 40-49 ára
27,48 Þórhildur Höskuldsdóttir HHFH 30-39 ára
28,09 Rúna Hauksdóttir Hvannberg TKS 50-59 ára
29,09 Irma Gná Jóngeirsdóttir 15-29 ára
29,14 Kristrún Joyce Fawcett 15-29 ára
Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.