Á morgun, laugardag, verður hefðbundin hlaupaæfing hjá hlaupahópnum. Hlaupið verður frá Suðurbæjarlaug og lagt af stað klukkan 9. Pottaseta á eftir fyrir þá sem það kjósa.
Við viljum minna á að Hressleikahlaupið fer fram á svipuðum tíma. Þar er boðið upp á 5km. 10km og 20km. Hlaupið verður frá Hress, Dalshrauni, ræsing klukkan 9:15.
Þátttökugjald er 1000 kr. sem rennur óskipt til styrktar Ragnars Emils Hallgrímssonar, 4. ára snáða sem greindist með taugahrörnunarsjúkdóm.
Skráning fer fram í Hress Dalshrauni 11. Einnig er hægt að greiða inn á reikning 0135-05-71304 kt. 540497-2149, og er þá viðkomandi sjálfkrafa skráður.
Það er rétt rúm vika í UPPSKERUHÁTÍÐINA, ert þú búin(n) að skrá þig?
Uppskeruárshátíð Hlaupahóps FH.
KOMASO