VIKA 50

Veðrið leikur við okkur þessar vikurnar.  Þó það sé vægt frost þá erum við laus við snjó og krapa sem er lítið spennandi að hlaupa í.

Síðastliðinn fimmtudag lagði Hópur 1  undir sig Flensborgartröppurnar.  Pétur þjálfari var uppátækjasamur og lét félags sína aldeilis taka á því.  Þetta var hörku æfing og voru harðsperrur allsráðandi hjá vel flestum dagana á eftir.  Guðni skrifaði um reynslu sína á skemmtilegan hátt.  Á fésbókaveggjum sagði fólk frá ferlegum harðsperrum – en var á sama tíma ánægt með flotta æfingu.

Búið er að setja æfingaplanið í dagatalið.  Eins er búið að setja þar inn flest öll hlaup sem eru á dagatali Reykjavíkurmaraþonsins.

Næstkomandi fimmtudagskvöld er Powerade hlaup í Árbænum.

Sunnudaginn 16. desember fer fram Kaldárhlaupið.  Búið er að opna fyrir skráningu í það á Hlaup.is. Hlaupið er frá Kaldárbotnum og endað í miðbæ Hafnarfjarðar, einstaklega skemmtileg 10 km hlaupaleið. Hlaupaleiðin er hugsuð sem vatnaleið Hamarskotslækjar frá Kaldárbotnum til sjávar. Skráningargjald er 1.200 kr. Boðið er upp á fría rútuferð kl. 12.15 fyrir keppendur frá Hafnarfjarðarkirkju og í Kaldárbotna. Hér má skoða hlaupaleiðina.

Eins er búið að opna fyrir skráningu í Gamlárshlaup ÍR á Hlaup.is

Jólaljósahlaupið okkar verður 18. desember, nánar um það þegar nær dregur.

Fín veðurspá fyrir vikuna.

KOMASO.

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.