Komin er hefð fyrir Hressleikana sem haldnir verða n.k. laugardag. Þar munu margir af reyndustu þjálfurum Hress stjórna leikum. Á Hressleikunum er æft í 15 mínútna lotum í 8 liðum og 26 manna hópum í hverju liði.
Einnig er hægt að taka þátt í Hressleika hlaupinu 5 km. eða 10. km., Hressleika hjóreiðum 30. km. eða Hressleikagöngunni 7 km. Allt áhugafólk um hreyfingu, heilsu og líffæragjafir geta tekið þátt. Eins og áður ætla aðstandendur Hress, eigendur og starfsfólk að gefa andvirði vinnu sinnar þennann dag í þágu góðs málefnis. Við viljum með því sýna fram á að jákvætt framtak margra getur gefið af sér gleði, von og kraft.
Dagskrá Hressleikanna Dalshrauni 11 kl. 9.15.-11.30.
Kl. 9.15 Hressleikarnir 2012 settir innanhúss. Sigríður Einarsdóttir sér um skipulag.
Kl. 9.15 Hjólreiðar hefjast 30 km. Helgi Berg Friðjófsson stjórnar ferðinni
Kl. 9.30 Hlaup hefjast 5 km. og 10. km. Hálfdán Örnólfsson stjórnar hlaupinu
Kl. 10.00 Ganga hefst 7. km. Aðalheiður Alfreðsdóttir stjórnar göngunni
Kl. 11.30 Tekið á móti Katrínu Lilju.
Kl. 11.40 Myndataka af öllum hópum
Kl. 12.00 Móttaka og léttar veitingar í móttöku Hress
Opið á Ásvöllum en opnir tímar falla niður á meðan á Hressleikunum stendur.
Aðgangseyrir er kr. 2.000.- skráning er í móttöku Hress.