Árshátíðin í kvöld

Kæru hlaupafélagar.

Þá er komið að þessum degi sem allir hafa beðið eftir.

Húsið opnar kl. 19:00 með fordrykk í kvöld. Þeir sem hafa ekki fengið miðann sinn, fá hann afhendan í afgreiðslu.

Endilega munið eftir miðanum því hann er einnig happadrættismiði og  það eru mjög flottir útdráttarvinningar.

Drykkir verða seldir á staðnum, hægt er að greiða með peningum og líka með kortum.

Vinningslíkur eru 30% og ótrúlega flottir vinningar í boði.

Sjáumst hress,
Árshátíðarnefnd Hlaupahóps FH

—–

Af óviðráðanlegum orsökum þá lumar félagi vor Sigurður Ísólfsson á einum miða á herlegheitin í kvöld þar sem frúin hans kemst ekki með.  Sigurður er í síma 664-6503.

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.