Það var frábær mæting og skemmtileg stemning í á fjölmennri æfingu í gær, við vorum örugglega 130 samankomin og hlupum hefðbundinn Setbergshring, rúma 5 kílómetra með okkar frábæra nýliðahópi. Eftir hlaupið var boðið upp á Myllu hafrakökur og íþróttadrykki.
Nýliðarnir vita núna hvað þeir geta og nú er um að gera að halda áfram af sama eldmóði. Þetta er líka svo gaman og alveg FRÁBÆR félagsskapur!!!!
Á Facebook síðu hópsins er búið að setja inn myndir frá gærdeginum.
Á morgun ætla hópar 1 og 2 að hlaupa 7-26 km. Nýliðarnir fara 10×2 mínútur með 1 mín. göngupásu á milli.
Það er smá kuldakast í kortunum en spáð björtu og fallegu veðri. Sjáumst á æfingu.
KOMASO!
… og fyrir þau sem vilja hlaupa á bretti …