Frábær árangur í Reykjavíkurmaraþon

Félagar í Hlaupahóp FH stóðu sig frábærlega vel í Reykjavíkurmaraþon og voru nær allir í hópnum að hlaupa á persónum metum. Nokkrir náðu verðlaunasætum í flokkum og í heildina og í sveitakeppninni í hálfu maraþonu áttum við fyrstu sveit og fjórðu sveit sem sýnir styrkleika hlauparanna í hópnum. Flestir í hópnum kepptu í hálfu maraþonu, nokkrir fóru 10km og í heilu maraþoni áttum við einn keppanda. 

Eru þjálfarar hópsins ákaflega stoltir af þessum stóra og glæsilega hóp sem ekki er orðinn árs gamall og enn að slíta barnsskónum.
Hægt er að skoða nokkrar myndir sem Steinn tók af hlaupurum. Því miður var ekki hægt að ná myndum af öllum 🙁
Sjá nánar inn á http://picasaweb.google.com/steinn.johannsson/2010RM 

Þeir sem kepptu er ráðlagt að æfa létt í næstu daga. Vonandi mæta sem flestir á þriðjudag og hlaupa létta æfingu saman til að fagna árangrinum. Sett verður upp æfing fyrir þá sem ekki kepptu eða eru í maraþonundirbúningi fyrir Berlín en einir fimm félagar í hópnum keppa þar.

Sjáumst hress á þriðjudag og enn og aftur til hamingju.
komaso

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.