Það sem er framundan

Vonandi eru allir búnir að jafna sig eftir RM og á morgun verður létt æfing fyrir þá sem kepptu á laugardag. Þeir sem eru tilbúnir í æfingu á brautinni geta að sjálfsögðu tekið þátt (sjá æfingaáætlanir). Þó mæla þjálfarar með því að þeir sem kepptu í hálfu maraþoni taki létta æfingu á morgun plús teygjur.

Mjög margir í hópnum hafa ákveðið að keppa í Brúarhlaupinu og svo fara fimm félagar til Þýskalands og hlaupa þar hið margrómaða Berlínarmaraþon. Árangurinn um síðustu helgi er mörgum frekari hvatning til bætinga og að prufa nýjar vegalengdir. 

Um leið og Brúarhlaupinu lýkur kemur létt tímabil og í kjölfarið byrjum við uppbyggingarfasann aftur. Við munum þá bjóða sérstakalega nýja félaga (byrjendur) velkomna sem hefðu áhuga á að ganga til liðs við hlaupahópinn. 
Við höfum fest föstudagskvöldið 17. september sem hátíðardag hlaupahópsins og mikilvægt að allir taki  það kvöld frá.

Annað sem má koma á framfræri er að 9. september fer fram Íslandsmót í 5km (konur) og 10km (karlar) á braut og hugsanlega nokkrir í hlaupahópnum sem hefðu áhuga. Keppt er í aldursflokkum og gæti verið spennandi að prufa eitt brautarhlaup til gamans.

Sjáumst annars á æfingu á þriðjudag

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.