Stór hópur nýliða mætti á fyrstu æfinguna sína síðasta fimmtudag eða 36 manns. Hópurinn mun fylgja æfingaáæltun sem miðar að því að allir í hópnum geti hlaupið 5km eftir 10 vikur, þ.e. þeir sem mæta reglulega og hlaupa 3x í viku. Við munum jafnframt breyta skipulaginu fyrir hina hópana í vetur og vera með spretti á fimmtudögum í stað þriðjudaga þar sem það fellur betur að skipulaginu. Þær keppnir sem eru í boði eru venjulega á fimmtudögum og þá hafa félagsmenn val um keppni eða spretti þá daga.
Við stefnum að því að vera með 3 hópa í vetur því eins og gefur að skilja er erfitt að halda úti 4-5 hópum. Það er gott að fólk fari að hugsa um markmið fyrir næsta sumar og miðað við árangurinn í sumar er ljóst að margir munu geta sett markið hátt.
Þann 12. nóvember stefnum við á að halda uppskeruhátíð hlaupahópsins og biðjum við félagsmann að taka þetta kvöld frá. Stefnt er að því að vera í veislusalnum í Kaplakrika (Sjónarhóli) og eiga góða stund saman. Er óskað eftir aðilum í skemmtinefnd til að skipuleggja kvöldið.
Sjáumst á næstu æfingu.