Hlaupahópur FH hleypur með Útmeð’a !

Útmeða-mynd

Kæri Hlaupahópur.

Með þessu bréfi langar hlaupurum Útmeða til að óska eftir ykkar stuðningi við verkefni Rauða krossins Útmeð’a með því að hvetja hlaupara hlaupahópsins ykkar til að hlaupa eins marga km þessa fimm sólarhringa sem hlaupahópurinn Útmeða hleypur hringinn í kringum landið.

Á facebook síðu HHFH, er skráningarblað sem hægt er að nota til að skrá fjölda km. Í lokin verður svo gaman að taka saman eina stóra samtölu hjá hlaupahópnum til að sjá hvað margir km söfnuðust á þessu tímabili. Einhverjir hlaupahópar hafa svo ákveðið að styrkja verkefnið með 10-100kr fyrir hvern km sem safnast og er það einnig frábær leið til að leggja þessu verðuga verkefni lið.
Sjá allar nánari upplýsingar um verkefnið á heimasíðu Rauða krossins:http://www.raudikrossinn.is/page/rki_frettir&detail=9764

Með ósk um góðar viðtökur
Hlauparar

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.