Frábær árangur í Köln og nýr nýliðahópur fer af stað fimmtudaginn 6. okt

Um liðna helgi tóku þátt 27 félagar í heilu eða hálfu maraþoni í Köln og er óhætt að segja að allir í hópnum hafi verið hæstánægðir með árangurinn. Hitinn fór reyndar illa í marga en allir kláruðu með glæsibrag. Of langt mál væri að telja árangur hvers og eins upp en við hvetjum félaga til að skoða úrslitin. Smelltu hér til að skoða úrslitin.

Ferðasagan verður birt síðar en á þessum tímapunkti hafa félagar slegið um sig í Köln og lagt borgina undir sig.

Þjálfarar munu taka á móti nýliðum næstkomandi fimmtudag og biðjum við félaga að láta sem flesta vita sem kunna að hafa áhuga á að mæta. Við munum hitta nýliðana í anddyri Kaplakrika og fara með þá í 10 vikna sérstaka æfingaáætlun sem miðar að því að allir getið hlaupið 5km án þess að stoppa í lok tímabilsins.

Sjáumst á næstu æfingu.

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.

Eitt svar við Frábær árangur í Köln og nýr nýliðahópur fer af stað fimmtudaginn 6. okt

  1. Anna Sigga sagði:

    Klukkan hvað á að mæta í kvöld á nýliðaæfinguna og hvenær verða æfingarnar framvegis og hvað lengi?
    Getið þið sett upplýsingar um þetta á síðuna ykkar, allar að leita að upplýsingum um þetta 🙂

    Kv. Anna Sigga.

Lokað er á athugasemdir.