Félagar hafa verið duglegir við að hlaupa út um allt. Það fréttist persónulegum bætingum í Grímsnesinu og víða.
Í vikunni fór fram Vatnsmýrarhlaupið. 5 kílómetra hlaup sem er tilvalið til bætinga.
Nokkirir félagar tóku þátt og hlupu á flottum tímum:
23:11 Bjarni Hjaltason
23:13 Hjörleifur Hjörleifsson
24:49 Dagbjört Bjarnadóttir
30:09 Laufey Stefánsdóttir
Öll úrslit eru hér.
Nú í dag, laugardag, hlupu þó nokkrir sín lengstu hlaup til þessa. Og að sjálfsögðu voru myndavélar með í för…
Á meðan þessu stóð voru nokkrir félagar okkar staddir í Ásbyrgi og tóku þátt í hinu árlega Jökulsárhlaupi.
Lengstu vegalengdina, 33 km. sigraði Kári Steinn Karlsson á tímanum 2:03. Okkar maður Friðleifur Friðleifsson varð annnar á tímanum 2:15.
21,1 km. hlupu meðal annarra þau Sveinbjörn, Tobba og Margrét Jóhannsdóttir.
1:57 Sveinbjörn Sigurðsson
2:01 Þorbjörg Ósk Pétursdóttir
2:18 Margrét Jóhannsdóttir
Aðstæður voru fínar og var mikil ánægja með hlaupið.
Úrslitin birtast á Tímatöku.net og væntanega á heimasíðu hlaupsins, jokulsarhlaup.is
Á morgun ætlar Silja Úlfars og Maraþonmaðurinn að vera með æfingu við Ráðhúsið í Reykjavík. Nánar um það á Facebook.
Svona lítur svo æfingaáætlun vikunnar út.