Laugardaginn 6. júlí fer fram Vestmannaeyjahlaup Íslandsbanka í þriðja sinn. Hlaupið fer fram á þeim tíma sem Vestmannaeyingar og aðrir fagna 40 ára goslokum Heimaeyjargossins.
Boðið er upp á þrjár hlaupaleiðir 5, 10 og 21 km og öll hlaup eru ræst á sama tíma kl. 12.00 frá Íþróttamiðstöðinni.
Nánari upplýsingar um hlaupið er á heimasíðu hlaupsins http://vestmannaeyjahlaup.is/.