VIKA 18

Þrír félagar okkar tóku þátt í Vorþoninu í gær, laugardag.  Veðrið var ekki upp á það allra besta en þannig getur það verið á þessum árstíma.

Þau hlupu öll á flottum tímum:

Jón Ómar Erlingsson 1:27:47
Ingólfur Örn Arnarsson 1:32:44
Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir 1:42:41

Til hamingju!  Og þar með má segja að hlaupasumarið sé hafið – er það ekki?

Æfingar verða með hefðbundnu sniði í vikunni, en á miðvikudag, 1. maí, verður utanvegaæfing klukkan 10.  Mæting við Kaldársel, stefnan sett á Helgafellið.

Tobba verður með afsláttakort Intersport á æfingum í vikunni.  Félagar sem greitt hafa félagsgjöldin geta krækt sér slíkt.

Við höfum boðið  hlaupahópum Stjörnunnar og ÍR í heimsókn og til að hlaupa með okkur næstkomandi laugardag.  Það verður stefnt að því að vera með þrjár mismunandi vegalengdir sem gaman verður að hlaupa.  Nánari upplýsingar á æfingu.

Stofnuð hefur verið hópasíða fyrir hlaupahópinn á Facebook.  Þar getið þið auglýst, spjallað, komið með athugasemdir og hvað eina sem ykkur finnst eiga heima á slíkum vettvangi.  Ef þið verðið vör við að fésbókarvinir ykkar eru ekki í hópnum, endilega bætið þeim við.

Á morgun fer okkar frábæra nýliðanámskeið af stað.  Endilega látið vini og kunningja vita.

Fimmtudaginn 2. maí er Icelandair hlaupið.  Nánar um það hér.

Munið að hægt er að skrá sig í Reykjavíkurmaraþonið og Miðnæturhlaupið á netinu.

Og að lokum – munið hlaup.is og fésbókarvegg félags maraþonhlaupara.  Það er alltaf eitthvað að gerast á þessum síðum og muna að skrá hlaupin sín á hlaup.is 🙂

KOMASO

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.