Næstkomandi þriðjudag verður lokahóf hlaupaseríu Actavis og FH haldið í Kalplakrika eins og áður hefur komið fram.
Nú fara að hefjast (auka) utanvegaæfingar og stefnt er að því að þær fari fram á miðvikudögum. Fyrsta æfingin verður á miðvikudaginn kemur og munu þjálfarar greina betur frá því á þriðjudagsæfingunni.
Næstkomandi laugardag fer fram Vorþon, félags maraþonhlaupara. Væntanlega taka einhverjir félagar þátt í því. Það er um að gera að mæta og hvetja sitt fólk. Búið er að breyta hlaupaleiðinni aðeins, nánari upplýsingar eru að finna á hlaup.is.
Hægt er að panta boli til miðnættis mánudags – 22. apríl.
Þetta verður góð vika.
KOMASO!