VIKA 16

Síðasta hlaupið í hlaupaseríu Actavis og FH fór fram sl. fimmtudag.  Þrátt fyrir kulda og vind var fín stemning og flottir tímar. Lokahófið fer fram 23. apríl næstkomandi í Kaplakrika. Veitt verða stigaverðlaun fyrir þrjú bestu hlaupin í öllum aldursflokkum. Þar að auki verða dregin út fjöldi glæsilegra útdráttarverðlauna til þeirra keppenda sem eru á staðnum – 4 hlaup, fjórfaldur vinningsmöguleiki 🙂

Fyrir þriðju- og fimmtudags æfingarnar í vikunni er boðið upp á bolamátun sem sagt var frá hér á vefnum fyrir skemmstu.  Þið gangið svo frá ykkar pöntun sjálf á netinu, opið verður fyrir pantanir til 22. apríl.

Um síðustu helgi fór fram Parísarmaraþonið.  Einn félagi okkar, Benedikt Ólafsson tók þátt og hljóp á flottum tíma 3:50:54.   Þetta var hans fyrsta maraþon og við óskum honum innilega til hamingju með árangurinn.

Á morgun, mánudag, fer fram Botsonmaraþonið.  Þar munu nokkrir FH félagar taka þátt; Friðleifur Friðleifsson, Jón Gunnar Jónsson, Ólafía Kvaran og Pétur Smári Sigurgeirsson.  Hlaupið verður ræst klukkan 9 að morgni á staðartíma, klukkan 13 á okkar tíma.  Það verður gaman að fylgjast með þessu á netinu.

Nýliðanámskeið fer í gang hjá okkur mánudaginn 29. apríl næstkomandi.  Endilega verið dugleg að láta áhugasama vita af því.

Æfingar vikunnar:  Sprett úr spori, hlaupið tempó og hlaupið langt.  Svo má hlaupa aðeins meira.

KOMASO

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.