VIKA 12

Það er búið að vera príma veður um helgina sem félagar hafa væntanlega nýtt til hlaupa og útiveru.

Jón Ómar, félagi okkar, var staddur í Stóra Eplinu um helgina og þar sem hann átti smá lausa stund munstraði hann sig í NYC Half, sem hlaupið var þar í dag. Hann hljóp á flottum tíma 1:30:06.  Við óskum honum til hamingju með flott hlaup.

Á fundinum í síðustu viku var rætt um komandi ferð til Amsterdam.  Það er mikill áhugi og stefnir í góða þátttöku.  Hátt í sjötíu manns eru búin að bóka ferð, enn er eitthvað laust en nú fer hver að verða síðastur.

Þriðjudaginn 19. mars, standa Framfarir – hollvinafélag millivegalengda – og langhlaupara, fyrir fyrirlestri um 10. km hlaup.  Þar munu þeir Gunnar Páll Jóakimsson, íþróttafræðingur og þjálfari og Stefán Guðmundsson, hlaupari og læknanemi, fjalla um þjálfun fyrir 10 km hlaup.  Fundurinn verður haldinn hjá ÍSÍ að Engjavegi 4 (E-sal) og hefjast kl 20:00.  Sjá nánar hér.

Fimmtudaginn 21. nk. fer fram þriðja hlaupið okkar í hlaupaseríu Actavis og FH.  Sem fyrr verður hlaupið á  Strandgötunni (á göngustígnum gengt íþróttahúsinu við Strandgötu) og ræst er klukkan 19.  Þetta er 5 km. skemmtilegt hlaup.

Það er vert að benda á McMillan hlaupareiknivélina.  Þar getið þið sett inn ykkar forsendur og látið hana reikna út á hvaða hraða æfingarnar eiga að vera.  Á hvaða tíma sprettirnir eru hlaupinir (m.v. lengd hvers spretts).  Áhvað pace á að hlaupa langa hlaupið og síðast en ekki síst á hvaða pace recovery skokkið á að vera.

Þegar það kemur að þvi að hefja undirbúning og æfingar á fullu fyrir heilt eða hálft maraþon er ekki úr vegi að vita hver séu helstu mistökin sem gerð eru í æfingaferlinu.

Þetta verður fræbær vika.  KOMASO

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.