VIKA 11

Eftir sæmilegasta vetrarskot í síðustu viku voru einstaklega góðar aðstæður til að hlaupa nú um helgina og vonandi hafa sem flestir látið fætur standa fram úr skálmum.

Þriðjudaginn 12. mars verður almennur félagsfundur hlaupahóps FH.  Megindagskrá fundarins er:

  • Ferðin til Amsterdams nú í haust.  Nú þegar eru um 50 félagar búnir að skrá sig í ferðina.  Það er líklegt að a.m.k. tveir aðrir hópar frá Íslandi séu á leið í þetta sama hlaup, þannig að það borgar sig að taka ákvöðun fljótlega, skrá sig og bóka flut. Nánar verður farið yfir þetta á fundinu.
  • Kynning á hlaupadagskrá sumarsins
  • Kynning frá þjálfurum
  • Önnur mál

Fundurinn hefst stundvíslega klukkan 20:00.  Mætið og takið þátt í mótun starfs hlaupahóps FH.

Miðvikudaginn 13. mars kl. 20 er áttundi fundur vetrarins í fræðslufundaröð Laugaskokks og World Class.  Fundurinn verður helgaður undirbúningi og keppni í utanvegahlaupum og ofurmaraþonum.

Fyrirlesarar eru Elísabet Margeirsdóttir næringarfræðingur og Björn Margeirsson vélaverkfræðingu.  Nána um fundinn er á heimasíðu Laugaskokks.

Fimmtudaginn 14. mars er svo síðasta hlaupið í vetrarhlaupum Powerade.

Í næstu viku, þriðjudaginn 19. mars, standa Framfarir – hollvinafélag millivegalengda – og langhlaupara, fyrir fyrirlestri um 10. km hlaup.  Þar munu þeir Gunnar Páll Jóakimsson, íþróttafræðingur og þjálfari og Stefán Guðmundsson, hlaupari og læknanemi, fjalla um þjálfun fyrir 10 km hlaup og hvað þarf helst að leggja áherslu á. Eins verður velt upp þeirri spurningu hvort 10 km þjálfun gagnast í öðrum vegalengdum?

Sem fyrr segir verða fyrirlestrarnir þann 19. mars næstkomandi í E-sal ÍSÍ að Engjavegi 4 og hefjast kl 20:00.

Við minnum ykkur á að skrá hreyfingu ykkar á hlaup.is þar getum við líka fylgst með félögum okkar og vonandi kemur fljótlega að því að við förum að geta “commentað” á æfingar hjá félögum okkar – það verður frábært.

Ef þið eruð með efni fyrir heimasíðuna eða hugmyndir að efni, endilega sendið á hbirnir(a)gmail.com

KOMASO

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.