Við getum nú varla verið heppnari með veðrið en eins og það var í dag og á þriðjudaginn var. Bjart, logn og virkilega gott færi. Það hefur verið alveg príma mæting á æfingarnar og vel tekið á því.
Hópur 1. skokkaði yfir í iðnaðarhverfið í Garðabæ og aðeins um hverfið til að klára upphitunina. Þar voru hlaupnir 3-4 Marelhringir. Hver hringur er um 1200 metrar, 600 metra hvíldarskokk á milli. Niðurskokk og svo heim í Kapla þar sem Hrönn stjórnaði hörku styrktaræfingum.
Hópur 2. fór í tempóhlaup yfir í Garðabæ. Það voru tvær vegalengdir í boði 5 km og 7km. Það var tekið vel á því.
Félagi Helgi Harðarson var spurður hefðbundinnar spurningar, hvernig honum hafi þótt æfingin: Þetta var mjög skemmtileg æfing, bæði hlaupin og píningarnar hér á eftir.
En hvað finnst þér best að borða? Hafragrautur er í uppáhaldi á morgnanna. En nautalundir eru uppáhalds.