Hlauparöð Actavis og FH

Hlauparöðin okkar byrjar nú í lok janúar og er hún í samstarfi við Actavis.

Vegalengd í boði er 5. km og er hlaupið frá íþróttahúsinu við Strandgötu.  Hlaupið er til norðurs í átt að Garðaholti, leiðin er mæld af löggildum mælingarmönnum, er tiltölulega flöt með einni brekku en ákjósanleg til bætingar.

Hlaupin eru fjögur og hefjast á göngustígnum gengt íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði kl. 19:00 eftirfarandi daga

  • Hlaup 31. janúar 2013
  • Hlaup 28. febrúar 2013
  • Hlaup 21. mars 2013
  • Hlaup 11. apríl 2013

Keppt verður í eftirfarandi flokkum karla og kvenna;
14 ára og yngri, 15-29 ára, 30-39 ára, 40-49 ára, 50-59 ára og 60 ára og eldri.

Veitt verða verðlaun fyrir fyrstu 3 sæti karla og kvenna óháð aldursflokki, eftir hvert hlaup.  Flokkaverðlaun eru einungis fyrir hlauparöðina. Verðlaunaafhending er eftir hvert hlaup.

Heildarsigurvegarar fyrir hlauparöðina í karla og kvennaflokki fá vegleg verðlaun fyrir samanlagðan árangur.  Árangur í þremur bestu hlaupunum telur.  Séu hlauparar jafnir að stigum ræður árangur í fjórða hlaupinu.  Gefin eru 15 stig fyrir fyrsta sætið, 14 stig fyrir annað o.s.frv.

Verðlaunaafhending fyrir hlauparöðina fer fram um miðjan apríl í Kaplakrika þar sem einnig verður boðið uppá glæsileg útdráttarverðlaun (fjögur hlaup, fjórfaldur vinningsmöguleiki)

Skráning í hlaupið fer fram með sölu þátttökuseðla sem skal fyllta út skilmerkilega og afhenda tímavörðum þegar komið er í mark.  Sala þátttökuseðla hefst klukkutíma fyrir hlaup í íþróttahúsinu við Strandgötu og kostar 500 krónur.

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.