Yasso sprettir

MEIRA UM ÆFINGAR
Yasso 800 er vinsæl meðal hlaupara sem stefna á ákveðinn tíma í maraþoni. Athugið að Yasso 800 er í raun æfingaferli sem stendur yfir í nokkrar vikur fram að keppni.

  • Hvað tíma ætlar þú að keppast við. Gefum okkur að það sé 3 klst og 30 mín.  Við breytum því í 3 mínútur og 30 sekúndur
  • Hlauptu 800 metra á 3:30 (mín/sek) og vertu sem næst þessum tíma
  • Jafnaðu þig með því að skokka rólega eða ganga jafn langan tíma (3:30mín)
  • Fyrstu vikuna gerir þú þrjú – fjögur svona sett
  • Þú heldur áfram þessum æfingum vikulega og bætir við endurtekningum í hvet sinn þar til 10 settum er náð. Fyrstu æfingarnar eru auðveldar en þetta þyngist.

Undirbúningur fyrir heilt maraþon er töluverður og þessar æfingar verða hluti af undirbúningnum ásamt öllum hinum æfingunum eins og löngu hlaupunum um helgar og sprettæfingunum.

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.