Það stefnir í dálítið hryssingsveður næstu dag. Þá klæðum við okkur bara betur.
Í dag er hefðbundin æfing, hlaupið frá Kapla klukkan 17:30.
Svo er fleira skemmtilegt framundan.
Á gamlársdag fer fram Gamlárshlaup ÍR. Þetta er mikið gleðihlaup og ómissandi hjá mörgum. Þetta er 37. sinn sem hlaupið er þreytt. Ræst er á slaginu 12:00 frá Hörpunni. Nánar um hlaupið á hlaup.is.
Hið árlega skemmti og búningahlaup rauðklæddu félaga okkar í Haukum verður haldið á gamlársdag. Hér er gleðin í fyrirrúmi og búningar afar mikilvægir.
Ræst frá Ásvöllum kl. 10:30 og er ekki tímataka.
Veitt verða verðlaun fyrir besta búninginn og svo verða úrdráttarverðlaun.
Hlaupaleiðin er frá Ásvöllum og að Garðaholtsbrekkunni og til baka.
Miðvikudaginn 2. janúar verður fræðslufundur á vegum Laugaskokks um langhlaup á Íslandi 1973-2012. Fyrirlesarar eru þeir Gunnar Páll Jóakimsson, íþróttafræðingur og Sigfús Jónsson, landfræðingur og langhlaupari. Áhugavert efni.
KOMASO