Jæja, þá er jólavikan runnin upp. Í gær, laugardag, var að venju æfing og hlaupið frá Suðurbæjralaug. Það var fínasta mæting, um 25. manns.
Jóladag ber upp á þriðjudag, æfingadag. Það verður ekki skipulögð æfing þann dag en þess í stað er tilvalið að hittast uppí í Kapla klukkan 10 og taka léttan hring. Þau mæta sem áhuga hafa.
Annan í jólum mun Trimmklúbbur Seltjarnarness halda kirkjuhlaup líkt og undanfarin ár. Um er að ræða 14. km hring sem hægt er að stytta, hvernig sem er. Ef áhugi er fyrir að fjölmenna í þetta hlaup er ekki úr vegi að ræða það á fésbókarsíðu okkar.
Á fimmtudag er æfing á hefðbundnum tíma. Hittumst í Kapla klukkan 17:30.
KOMASO