Æfingin í dag – 18.12.2012

Það var rúmlega 60 manna hópur sem lagði af stað frá Krikanum nú undir kvöld og hljóp um Hafnarfjörðinn og skoðai jólaljós spjallaði og átti ljómandi góða stund saman.

Þegar frostið bítur kinn er svo gott að komast inn – fá sér heitt súkkulaði með rjóma, bakkelsi og konfekt.  En slíkar kræsingar biðu okkur eftir hlaupið.  Því gafst gott tækifæri til að spjalla og eiga góða stund saman.

Síðuskrifari var tók myndavélina með og tók nokkrar myndir af félögum, eftir að hafa komið lífi í hana (greyið þoldi illa frostið)  en allt kom þó fyrir ekki því minniskortið bilað og myndirnar þar af leiðandi ónýtar.  Það er vonandi að Guðni og Þórdís, sem voru einnig með myndavélar á lofti skelli myndum inn á fésbækur sínar og deili þeim með okkur á vegg hlaupahópsins.

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.