Kaldárhlaupið fer fram í þriðja sinn næstkomandi sunnudag.
Hlaupið er frá Kaldárbotnum og endað í miðbæ Hafnarfjarðar, einstaklega skemmtileg 10 km hlaupaleið. Hlaupaleiðin er hugsuð sem vatnaleið Hamarskotslækjar frá Kaldárbotnum til sjávar. Skráningargjald er 1.200 kr. Boðið er upp á fría rútuferð kl. 12.15 fyrir keppendur frá Hafnarfjarðarkirkju og í Kaldárbotna. Hér má skoða hlaupaleiðina.
Hátíðin er haldin til heiðurs brautryðjandanum Jóhannesi Reykdal sem fyrstur nýti vatnsaflið í Hamarskotslæk til atvinnusköpunar og rafmagnsframleiðslu fyrir almenning í Hafnarfirði. Skemmtilegt er að geta þess að í þessum mánuði heldur Elísabet dóttir Jóhannesar uppá 100 ára afmæli sitt.
Hægt er að forskrá sig í hlaupið hér.
Allar nánari upplýsingar um hlaupið er að finna á Hlaup.is
KOMASO
Mynd: hlaup.is