VIKA 39

Félagi okkar og þjálfari Steinn Jóhannsson dró sig í hlé sem þjálfari í síðustu viku.  Hann er einn af upphafsmönnum okkar ágæta hlaupahóps.  Við eigum vonandi eftir að hitta hann á æfingum þegar fram líða stundir og á sama tíma og við þökkum honum fyrir frábært starf óskum við honum góðs gengis í framtíðinni.

Uppbyggingatímabilið heldur áfram hjá okkur eins og æfingar vikunnar bera með sér. Þegar líður á haustið færum við okkur svo meira í brekkuspretti og tröppuhlaup.

Það er ágætis veðurspá fyrir vikuna – njótum haustsins.

KOMASO

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.