Komið að leiðarlokum hjá Steini

Eins og félagar hafa séð hef ég lítið getað hlaupið með hópnum í september vegna anna í nýju starfi og einnig hrjá mig hnémeiðsli 🙂
Því hef ég ákveðið að stíga til hliðar og hætta þjálfun hópsins. Ég mun örugglega vera áfram viðloðandi hópinn sem iðkandi þegar ég kemst aftur á hlauparól. Annars er maður mjög stoltur af þessum ótrúlega hóp og árangurinn hefur verið hreint út sagt lygilegur. Ekki spillir heldur þessi frábæri félagsskapur sem er að finna í hópnum. Boltinn er þá núna eingöngu í höndum Péturs og Hrannar og nýr maður kemur í manns stað.
Sjáumst við tækifæri á æfingu,
Steinn

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.

4var við Komið að leiðarlokum hjá Steini

 1. Þórdís Jóna sagði:

  Takk fyrir allt Steinn. Við eigum ábyggilega eftir að sakna þín. Þú hefur verið fyrirmynd í mörgu og ótrúlega jákvæður og hvetjandi. Gangi þér vel í þínu nýja starfi./Þórdís Jóna

 2. Guðni sagði:

  Engin leiðarlok, bara gatnamót 🙂 Kærar þakkir Steinn, það er búið að vera frábært að hafa þig og það hefur verið ótrúlega gagnlegt að fá alla hvatninguna, síðast á hliðarlínunni í Reykjavíkurmaraþoninu. Við söknum þín en vitum að þú hverfur ekki. Gangi þér allt í haginn!

 3. Þórunn Unnarsdótitr sagði:

  Takk fyrir allt ég á eftir að sakna þess að hafa þig ekki


 4. Kæri Steinn
  Ég þakka þér fyrir þann tíma hjá hlaupah. fh. sem liðinn er.
  Nærvera þín hefur verið sterk sem þjálfari og leiðtogi.
  Ganngi þér allt í haginn !sjáumst hressir.

  Þorsteinn Ingim.

Lokað er á athugasemdir.