Eftir skemmtilegt sumar og haust tekur við rólegt uppbyggingartímabil hjá öllum hópum nema þeim sem stefna á maraþon erlendis og haustþonið. Þau eiga nokkrar vikur eftir, Berlínarmaraþonið fer fram 30. september, Chicago maraþonið 7. október og haustþon Félags maraþonhlaupara fer fram 20. október.
Það er smá könnun frá skemmtinefndinni hér til hliðar, endilega takið þátt!
Félagsfundur Hlaupahóps FH verður haldinn miðvikudaginn 19 september í Kaplakrika.
Fundurinn hefst kl 20:00 og stendur í um tvo tíma.
Dagskrá:
Heiðar Birnir Kristjánsson, segir frá ferðalagi sínu úr sófanum og í hlaupaskóna.
Matti Oswald, markþjálfari fjallar um markþjálfun og að sigra sjálfan sig.
Stjórnin fer yfir nokkra punkta:
* Uppskeru- / árshátíð í október
* Hlaupaferð á næsta ári
* Fyrirspurnir
Félagar eru hvattir til að fjölmenna
Stjórnin og þjálfarar
Æfingaáætlun vikunnar er hér.
KOMASO