VIKA 35

Nú er mesta gleðivíman að renna af okkur eftir Reykjavíkurmaraþonið en það er um að gera að nýta driftina sem er til staðar og pæla dálítið í því sem mann langar að gera næstu vikur.

Um næstu helgi er Brúarhlaupið á Selfossi.  Þar er boðið upp á 2,5 km. 5 km 10km og hálfmaraþon.  Þó nokkrir félagar hafa sýnt þessu hlaupi áhuga og ætla sér að mæta í það.

Á sama tíma fer fram Reykjanesmaraþonið í Reykjanesbæ.  Þar er boðið upp á hálfmaraþon, 3,5 km. skemmtiskokk og 10 km. hlaup.

Ekki má gleyma Fossvogshlaupinu, en það fer fram 30 ágúst nk. Þar er boði upp á 5 og 10 km.

Þann 12. september fer svo fram Afmælishlaup Atlantsolíu.  Félagar er sérstaklea hvattir til að mæta og taka þátt í því.

KOMASO

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.