VIKA 33

Það styttist óðfluga í stóra daginn og allt að verða klárt hjá okkur öllum.  Þessa síðustu daga fyrir hlaup verða tiltölulega rólegir, þó verður sæmileg sprettæfing á þriðjudag, þar sem félagar skulu einsetja sér að hlaupa á keppnishraða og fá þann hraða á tilfinninguna.  Ekki vera með glennugang og hlaupa upp 🙂

Á netinu má finna ýmsan fróðleik um það hvernig gott sé að haga næringu fyrir keppnir, gullna reglan er þó sú að gera ekki rótækar breytingar á mataræði á hlaupadag eða einum – tveim dögum fyrr.  Best er að halda sig við það sem líkaminn er vanur og vera ekki að taka neina sénsa. En það er þess virði að benda á nokkrar greinar um um næringu og undirbúning.

Steinar B. Aðalbjörnsson, næringafræðingur hefur heimsótt okkur og lesið okkur pistilinn.  Hann skrifaði þetta á bloggið sitt fyrir um ári síðan.

Hér svarar Gunnar Páll Jóakimsson lesanda á hlaup.is

Á heimasíðu Reykjavíkurmaraþonsins má finna greinar eftir þau Geir Gunnar Markússon, næringafræðing (sem heimsótti okkur sl. vor).  Fríðu Rún Þórðardóttur, næringafræðing og dr. Sigurbjörn Árnason.

Svo er hér aftur linkur í pistil Fríðu Rúnar Þóraðrdóttur um lokaundirbúinginn.

Svo er bara að notfæra sér gúgúl, netið er stútfullt af gagnlegum og gagnslausum fróðleik 🙂

Ef langtímaverðurspáin gengur eftir verður ljómandi gott veður nk. laugardag. Samkvæmt venju ætlar hlaupahópurinn að helga sér reit við MR – þar verður gaman að hittast að loknu frábæru hlaupi, gleðjast yfir árangri sínum og allra hinna.  Við verðum vel sýnileg með flöggum og svo er um að gera að mæta í gulu jökkunum.

Vert er að minna á skráningahátíðina þann 17. ágúst.  Þann dag fá allir þátttakendur afhent keppnisgögn. Meðal annars þátttökunúmer, tímatökuflögu í skóinn og bol. Einnig verður hægt að skrá sig á skráningarhátíðinni.

KOMASO – þetta verður frábær helgi!

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.