VIKA 32

Uppáhald okkar allra, hlaup.com var eyðilögð af tölvuþrjótum sl. þriðjudag. Það er vonandi að vefurinn verði endurbyggður svo við getum öll notið hans áfram.  Eftir því sem best er vitað þá var til afrit af gögnum, en mikil vinna liggur á bak við síðuna.

Nú styttist í stærstu hlaupahátíð ársins, þ.e. Reykjavíkurmaraþon og æfingar þessar viku taka mið af því. Það skiptir miklu máli að þeir sem eru að undirbúa sig fyrir lengri vegalengdir æfi næringarinntöku á laugardagsæfingu og miði við í tempóæfingum að hlaupa ekki of hratt.  Hópur C heldur sínu striki og æfingar hjá þeim hóp miðast við að geta hlaupið 7-10km á þægilegum hraða.  Æfingaáætlunin er hér.

Búið er að fresta Atlantsolíuhlaupinu sem vera átti á miðvikudaginn til 12. september nk.  Á fimmtudag verður Vatnsmýrarhlaupið haldið í 18 sinn.  Fyrir þau sem vilja má gjarnan taka þátt í því og nota sem tempóæfingu.

Á heimasíðu Reykjavíkurmaraþons er margt forvitnilegt, þar er meðal annar pistill eftir Fríðu Rún Þórðardóttur, hlaupara og næringafræðings um hvernig sé best að undirbúa sig fyrir hlaup.  Þó hann sé miðaður við maraþon, getum við, sem ætlum okkur að hlaupa styttra, fengð þar góð og gagnleg ráð.  Pistilinn er að finna hér.

Eins er bók þeirra Fríður Rúnar og Steinars Aðalbjörnssonar full af fróðleik fyrir hlaupara.

Myndin var tekin af hressum felögum Hlaupahóps FH og fylgifiskum eftir keppni í síðasta Reykjavíkurmaraþoni, 2011.

KOMASO

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.