RM – Maraþonsfögnuður Hlaupahóps FH

Þá er loksins komið að því, Reykjavíkurmaraþonið nálgast með tilheyrandi spennu, stressi og að sjálfsögðu tilhlökkun.

Flestir eru búnir að bíða eftir þessum degi í allt sumar. Eftir að við höfum keyrt okkur út í 10, 21,1, 42,2km hlaupi eða í hinu mikilvæga klappliði á hliðarlínunni, ætlum við að fagna árángri okkar saman með grilluðum eðal hamborgurum og fleiru ómissandi meðlæti um kvöldið.

-Boðslistinn miðast við félaga í HHFH en þar sem svo gríðarleg fjölgun hefur verið í hópnum gæti verið að einhver hafi alveg óvart gleymst og að sjálfsögðu takið þið þá málin í ykkar hendur og bætið þeim við á listann 😉

– Makar eru að sjálfsögðu velkomnir, en mjög mikilvægt er að ALLIR staðfesti komu sína fyrir 11.ágúst hvort sem um maka sé að ræða eða félaga í HHFH

-Endanlegt verð kemur síðar eða um 14.ágúst þegar allir hafa meldað sig.

-Ef þið sjáið þetta ekki á facebook þá senda  staðfestingu um mætingu á : margretkarls@simnet.is

Það verður STUÐ.

KOMASO – SKRÁ SIG!!!

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.