Laugardagsæfingin næsta og Reykjavíkurmaraþonið

Á næskomandi laugardagsæfingu verður að öllum likindum þjálfaralaust en það kemur ekki að sök.  Við hittumst samt við Suðurbæjarlaugina klukkan níu og hlaupum þaðan, okkar vegalengdir hver á sínum hraða.

Sem fyrr segir þá styttist í Reykjavíkurmaraþonið.  Þó hlaupið sé vissulega aðalmálið þann dag er ekki minni tilhlökkun fyrir grillveislunni okkar um kvöldið.  Búið er að skipa grillnefnd sem nú er að störfum og fljótlega fáum við frekari fréttir af stöðu mála.  Takið kvöldið frá, það verður stuð 🙂

Það er aukaæfing í kvöld klukkan 18:00, rólegt 8-10 km. hlaup frá Kapla. Svo er krefjandi tempóæfing á morgun – bara gaman.

KOMASO!

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.