VIKA 31

Það var ágætis mæting á helgaræfinguna á laugardag.  Hópurinn hittist við Suðurbæjarlaug og þaðan var hlaupið út um allt, Álftanes, Arnarnes og víða.  Veðrið var eins og best verður á kosið, GLAMPANDI SÓL, hlýtt og örlítill andvari.

Sem fyrr þá er ritstjórn vefsíðunar afskaplega rólegur í tíðinni og birtist afskaplega lítið efni milli vikna.  Ef þið lummið á áhugaverðu efni eða ábendingum, endilega sendið póst 🙂

Fésbókarsíða hlaupahópsins sprellilifandi og öllum opin. Félagar eru hvattir til að notfæra sér hana.  Þar má hvetja, auglýsa og nánast hvað sem er.

Og svo að lokum…

Running takes balls … other sports just play with them…

KOMASO

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.