Í dag fékk Hlaupahópur FH viðurkenningu frá Framförum, hollvinafélagi millivegalengda- og langhlaupara sem hlaupahópur ársins árið 2011. Þetta er frábær viðurkenning fyrir hópinn sem fagnar eins árs afmæli í næstu viku. Sjá nánar í frétt inn á mbl.is
Eftir æfingu næstkomandi fimmtudag stefnum við á að fá okkur afmælisköku og ræða tilvonandi utanferð hópsins næsta haust. Er stefnt á að keppa í Köln 2. október. Í boði eru þrjár keppnisvegalengdir, þ.e. 10km, hálft og heilt maraþon. Eru nokkuð margir félagar í hópnum sem hafa tekið stefnuna á heilt maraþon. Allar nánari upplýsingar um keppnina í Köln má finna inn á http://www.koeln-marathon.de/en
Við munum ræða áhuga félaga á ferðinn og mögulega ferðatilhögun til Kölnar.
Sjáumst á næstu æfingu á þriðjudag.
komaso
Frábært hjá þessum sí-unga hlaupahóp! Án efa flottasti hlaupahópur landsins.
Til hamingju með viðurkenningu. Sannarlega skilið.
Til hamingju með viðurkenninguna sem og með þessa glæsilegu heimasíðu ykkar. Þurfum endilega að taka samskokk fyrr en síðar.
kveðja
fyrirliði Skokkhóps Hauka.