Keppnir sem eru framundan

Næstkomandi fimmtudag fer fram fyrsta Poweradehlaup ársins og hvetja þjálfarar sem flesta úr hlaupahópnum að mæta og taka þátt.

Þann 27. janúar hefst Hlaupasería Atlantsolíu og FH og verða haldin þrjú 5km hlaup. Vonast þjálfarar að sem flestir úr hópnum taki þátt. Ef einhverjir verða ekki með þá væri aðstoð vel þegin við framkvæmd hlaupsins og vinsamlega látið þá þjálfara vita hafið þig tíma og áhuga.
Allar upplýsingar um hlaupið er að finna inn á www.hlaup.is en sama fyrirkomulag verður notað og í Poweradehlaupunum sem flestir hafa tekið þátt í.

Mætingin hefur verið góð undanfarið þrátt fyrir kulda og rok. Á morgun þriðjudaginn 11. janúar fara allir hóparnir á brautina og vonandi verða veðurguðirnir okkur hliðhollir.

komaso
Auglýsing á pdf formi

5km Atlantsolíu FH Keppnishlaup

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.

Eitt svar við Keppnir sem eru framundan

  1. Helgi Hinriks sagði:

    Hvernig er það er ekki stemning fyrir Powerade og Hlaupaseríu Atlantsolíu og FH ?

Lokað er á athugasemdir.