Góð mæting á æfingu

Góð mæting var á æfingu í dag en 60 félagar voru mættir til að taka á því. Fjölmargir stefna á keppni á Gamlársdag en þá eru tvö 10km  hlaup í boði: Gamlárshlaup ÍR og svo Áramótahlaup Hauka (sjá nánar inn á http://haukarhlaupa.blogspot.com/).
Hvetja þjálfarar sem flesta til að taka þátt og enda æfingaárið með glans. Aðalatriðið er að taka þátt sér til skemmtunar. Á fimmtudag verður létt æfing fyrir þá sem keppa á föstudag en aðrir halda sínu striki og fylgja æfingaáætluninni.
Sjáumst hress á næstu æfingu,
komaso

Líkar þér þessi grein? Miðlaðu henni:
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.